Jórunn Guðný Guðmundsdóttir (Ömpuhjalli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jórunn Guðný Guðmundsdóttir frá Ömpuhjalli fæddist 1. október 1859 og lést 24. september 1883.
Foreldrar hennar voru Guðný Árnadóttir húsfreyja, f. 27. desemeber 1834, d. 7. desember 1916 í Vesturheimi, og maður hennar Guðmundur Árnason tómthúsmaður, sjómaður og meðhjálpari, skírður 25. september 1827, d. 9. október 1879.

Jórunn var með foreldrum sínum og Kristínu systur sinni í Ömpuhjalli 1860, með þeim og systrum sínum Kristínu, Margréti og Jónínu Ingibjörgu þar 1870 og með ekkjunni móður sinni með systrum sínum fjórum í Mandal 1880. Karólína Guðrún hafði þá bæst við hópinn.
Móðir hennar fór til Vesturheims 1882 með Karólínu Guðrúnu 6 ára gamla. Jóhanna Sigríður systir hennar fór Vestur 1883.
Jórunn Guðný lést úr lungnabólgu í Eyjum 1883.

I. Barnsfaðir hennar var Sigurður Þorleifsson, f. 20. september 1859, d. 8. mars 1922 í Utah.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Sigurðsson, f. 30. ágúst 1883 í Hólshúsi, d. 5. september 1883, „dó úr algengum barnaveikleika“, (líklega ginklofi).


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.