Gísli Brandsson (Kirkjubæ)
Gísli Brandsson bóndi á Oddsstöðum, Kirkjubæ og Búastöðum fæddist 1753 og lést 1827 á Miðhúsum.
Hann var bóndi á Oddsstöðum 1792, á Kirkjubæ 1801 og 1808, bóndi á Búastöðum 1816, vinnumaður í Kornhól 1821, var á Miðhúsum við andlát 17. janúar 1829.
Gísli var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans er ókunn.
II. Síðari kona Gísla, (7. nóvember 1892), var Margrét Guðnadóttir húsfreyja, f. 1772, d. 20. febrúar 1841.
Börn þeirra hér:
1. Ingibjörg Gísladóttir, f. 19. nóvember 1793, finnst ekki síðan, d. líklega fyrir fæðingu Ingibjargar annarrar í febrúar 1796.
2. Guðmundur Gíslason, f. 15. nóvember 1794, d. 21. nóvember 1794 úr ginklofa.
3. Ingibjörg Gísladóttir, f. í febrúar 1796, d. 27. febrúar 1796, lifði 6 daga, dó úr ginklofa.
4. Kristín Gísladóttir, f. 19. mars 1797, d. 26. mars 1797 úr ginklofa.
5. Kristín Gísladóttir, f. 20. júní 1798, d. 11. nóvember 1827.
6. Guðmundur Gíslason, f. 20. ágúst 1804, d. 29. ágúst 1804 úr ginklofa.
7. Jón Gíslason, f. 22. september 1808 á Búastöðum, jarðs. 2. október 1808, lifði 5 daga, dó úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.