Ketill Marteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. mars 2014 kl. 18:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. mars 2014 kl. 18:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ketill Marteinsson''' vinnumaður fæddist 31. janúar 1799 í Ömpuhjalli og lést 14. september 1837.<br> Foreldrar hans voru [[Marteinn Árnason (Vesturhúsum)|...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ketill Marteinsson vinnumaður fæddist 31. janúar 1799 í Ömpuhjalli og lést 14. september 1837.
Foreldrar hans voru Marteinn Árnason bóndi á Vesturhúsum og tómthúsmaður í Ömpuhjalli, f. 1767, á lífi 1801, og kona hans Oddný Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1761.

Ketill var tveggja ára með foreldrum sínum í Ömpuhjalli 1801. Hann var vinnumaður á Kirkjubæ 1816, í Nýjabæ 1821, í Kornhól 1829 og aftur 1832, í Dölum 1833, á Steinsstöðum 1834 og 1835. Hann var í Ömpuhjalli við andlát.
Hann lést 1837 úr „ofdrykkju og ...“, (illlesanlegt).

Barnsmóðir hans var Kristín Gísladóttir vinnukona frá Gíslahjalli, f. 6. október 1796, varð úti í byl 26. mars 1836. Ketill neitaði.
Barnið var
1. Ingveldur Ketilsdóttir, f. 16. júní 1835, d. 27. júní 1835 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.


Heimildir