Oddný Magnúsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddný Magnúsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum og í Ömpuhjalli fæddist 1761 og var á lífi 1801.
Hún var húsfreyja á Vesturhúsum við giftingu 1793 og við fæðingu Magnúsar 1796, í Ömpuhjalli 1799 við fæðingu Ketils og við mt. 1801.

Maður Oddnýjar, (9. maí 1793), var Marteinn Árnason bóndi á Vesturhúsum og tómthúsmaður í Ömpuhjalli, f. 1764, d. í febrúar 1812.
Börn þeirra hér:
1. Magnús Marteinsson, f. 4. desember 1796, d. 25. desember 1796 úr ginklofa.
2. Ketill Marteinsson, f. 31. janúar 1799 í Ömpuhjalli, d. 14. september 1837 úr „ofdrykkju og ...“, (ólesanlegt).


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.