Guðmundur Guðmundsson (mormóni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. mars 2014 kl. 19:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. mars 2014 kl. 19:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðmundur Guðmundsson (mormóni)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Guðmundsson gullsmiður og trúboði frá Ártúnum á Rangárvöllum, síðar í Þorlaugargerði fæddist 10. mars 1825 og lést 20. september 1883.
Faðir Guðmundar var Guðmundur bóndi í Ártúnum, síðar á Búlandi í A-Landeyjum, f. 1779 í Ólafshúsum u. Eyjafjöllum, d. 23. febrúar 1848 í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, Benediktsson bónda í Ólafshúsum, f. 1740, Árnasonar bónda í Álfhólum í V-Landeyjum, f. 1712, á lífi 1801, Jónssonar, og konu Árna, Þorgerðar húsfreyju, f. 1711, á lífi 1801, Guðmundsdóttur.
Móðir Guðmundar í Ártúnum og kona Benedikts í Ólafshúsum var Sigríður húsfreyja, skírð 16. júlí 1751, d. 22. apríl 1819, Guðmundsdóttir bónda á Steinkrossi á Rangárvöllum, f. 1712, Hallvarðssonar, og konu Guðmundar, Katrínar húsfreyju, f. 1721, d. 17. júlí 1799, Helgadóttur.

Móðir Guðmundar gullsmiðs og kona Guðmundar í Ártúnum var Guðrún húsfreyja, f. 18. júní 1879, d. 14. janúar 1842, Vigfúsdóttir bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) í A-Landeyjum, síðar í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1749, d. 27. febrúar 1813, Magnússonar bónda á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1702, á lífi 1763, Ólafssonar, og konu Magnúsar, Kristínar húsfreyju, f. 1712, d. 18. desember 1809, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Ártúnum og kona Vigfúsar í Búðarhóls-Austurhjáleigu var Guðlaug húsfreyja, f. 1754, d. 5. júní 1820, Jónsdóttir bónda á Vindási á Landi, f. 1727, d. 12. febrúar 1787, Bjarnasonar, og konu hans, Ástríðar húsfreyju, f. 1729, d. 28. nóvember 1785, Jónsdóttur.

Systkini Guðmundar í Eyjum voru:
1. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Draumbæ, f. 26. desember 1813, drukknaði 29. september 1855.
2. Árni Guðmundsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 18. desember 1817, d. 20. júlí 1889, kvæntur Þóru Stígsdóttur.
3. Benedikt Guðmundsson vinnumaður í Háagarði, f. 19. apríl 1821, drukknaði 26. mars 1842. Hann var faðir Péturs í Þorlaugargerði ættföður eldri Oddsstaðasystkina.
4. Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona í Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1824, d. 1. júní 1866, ógift.
4. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Vanangri, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860, gift Magnúsi Eyjólfssyni silfursmið.

Guðmundur lærði gullsmíðar í Danmörku og tók þar mormónatrú. Hann vann um skeið við iðn sína þar. Var hann erlendis þá í 6 ár, en kom til Eyja 1851.
Hann var mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, fluttist til í Lehi í Utah.
Kona hans var María Guðmundsson, dönsk kona.

Ítarlegra efni um Guðmund, trúboðið og samstarf Guðmundar og Þórarins Hafliðasonar er í Bliki 1960.


Heimildir