Úlfheiður Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. mars 2014 kl. 19:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. mars 2014 kl. 19:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Úlfheiður Jónsdóttir húsfreyja í Nýjabæjarhjalli og París fæddist 28. september 1804 í Múla í Álftafirði, S-Múl. og lést 15. september 1866.

Faðir hennar var Jón Magnússon kvæntur vinnumaður í Múla 1801, f. 1773.

Móðir Úlfheiðar var Sigríður, gift vinnukona í Múla 1801, f. 1772, Höskuldsdóttir bónda í Múla og á Þverhamri í S-Múl., f. 1730, Gíslasonar bónda og hreppstjóra á Hvalsnesi í Lóni og á Starmýri í Álftafirði, f. 1689, Magnússonar, og konu Gísla, Sigríðar húsfreyju, f. 1689, Höskuldsdóttur.
Um móður Sigríðar á Vatnsenda ríkir óvissa.

Úlfheiður var 12 ára niðursetningur í Múla 1816, vinnukona í Efri-Ey (á Hóli) í Meðallandi 1822-1826.
Hún var 23 ára vinnukona á Ofanleiti 1827, 1828, 1829, 1830. Þar var Sæmundur vinnumaður 1828, 1829, 1830. Húsfreyja var hún í Nýjarbæjarhjalli 1835 með Sæmundi Sæmundssyni eiginmanni sínum, 36 ára ekkja í Sæmundarhjalli 1840.
Við skráningu 1845 var hún gift húsfreyja í Nýjabæjarhjalli með manni sínum Sigmundi Jónatanssyni 41 árs verslunarþjóni, einnig í Sæmundarhúsi 1850, 56 ára ekkja í París 1860.
Úlfheiður lést 1869.

I. Barnsfaðir Úlfheiðar var Sveinn bóndi á Hóli (Efri-Ey) í Meðallandi, f. 1778 í Nýjabæ í Meðallandi, d. 13. desember 1840.
Barn Sveins og Úlfheiðar var
1. Sveinn Sveinsson sjávarbóndi í Háagarði f. 26. desember 1825, drukknaði 30. mars 1859.

II. Barnsfaðir Úlfheiðar var Sigurður Sigurðsson, ókvæntur.
Barn þeirra var
2. Sæbjörg Sigurðardóttir, f. 6. mars 1837, d. 7. mars 1837 úr „Barnaveiki“.

Úlfheiður var tvígift.
III. Fyrri maður hennar, (20. maí 1832), var Sæmundur Sæmundsson tómthúsmaður, f. 1805, drukknaði 26. september 1835. Hann breytti nafni hússins í París. Síðar var þar húsið Stíghús.
Börn þeirra hér:
3. Friðrik Sæmundsson, f. 25. febrúar 1833, d. 15. mars 1833 úr „Barnaveiki“.
4. Margrét Sæmundsdóttir, f. 10. júlí 1834, d. 23. júlí 1834 úr „Barnaveiki“.
5. Andvana fætt stúlka 16. mars 1836.

IV. Síðari maður Úlfheiðar, (25. október 1844), var Sigmundur Jónatansson beykir, f. 1803, d. 27. ágúst 1860, áður kvæntur Hólmfríði Bjarnadóttur, f. 1810. Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.