Sæmundur Sæmundsson (Sæmundarhjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sæmundur Sæmundsson sjómaður í Sæmundarhjalli fæddist 21. apríl 1807 í Selskarði á Álftanesi og drukknaði 26. september 1835.
Hann var barn „Sæmundar og Önnu“ í Selskarði segir við skírn. Faðir hans var Sæmundur Friðriksson húsmaður á Hausastöðum á Álftanesi, síðar í Selskarði, sonur sr. Friðriks Guðmundssonar í Gufudal. Sæmundur var fæddur 1761, d. 21. september 1832.
Kona Sæmundar, (7. nóvember 1800), var Ástríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1771, d. 7. júlí 1834.

Sæmundur er sennilega sá, sem var 12 ára niðursetningur í Bakkakoti á Álftanesi 1816.
Hann kom frá Álftanesi að Þorlaugargerði 1821, tökudrengur, 16 ára. Hann var vinnumaður í Þorlaugargerði, síðar í Sæmundarhjalli.
Hann fórst 1835 með Þórði Jónssyni smiði frá Oddsstöðum og Arngrími Hólm lausamanni.

I. Barnsmóðir Sæmundar var Kristín Gísladóttir í Gíslahjalli, f. 6. október 1796, d. 26. mars 1836.
Barnið var
1. Ólafur Sæmundsson, f. 21. september 1825, hefur líklega dáið ungur.

II. Kona Sæmundar, (20. maí 1832), var Úlfheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1804, d. 15. september 1866.
Börn þeirra hér:
2. Sigríður Sæmundsdóttir, f. 10. febrúar 1830, d. 17. febrúar 1830 úr ginklofa.
3. Vigfús Sæmundsson, 1. desember 1831, d. 7. desmber 1831 úr ginklofa.
4. Friðrik Sæmundsson, f. 25. febrúar 1833, d. 15. mars 1833 úr „Barnaveiki“.
5. Margrét Sæmundsdóttir, f. 10. júlí 1834, d. 23. júlí 1834 úr „Barnaveiki“.
6. Andvana fædd stúlka 16. mars 1836.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.