Kristín Markúsdóttir (Kirkjubæ)
Kristín Markúsdóttir vinnukona fæddist 1777.
Kristín var vinnukona í Garðinum við fæðingu Guðna 1799 og á Kirkjubæ hjá sr. Bjarnhéðni 1801. Þá var hún vinnukona á Gjábakka 1803 við fæðingu Guðrúnar.
I. Barnsfaðir Kristínar var Sigurður Guðnason, síðar bóndi á Kirkjubæ, f. 1770, d. 27. nóvember 1841.
Barn þeirra var
1. Guðni Sigurðsson, f. 30. nóvember 1799, d. 5. desember 1799 úr ginklofa.
II. Barnsfaðir hennar var Einar Ormsson kvæntur haustmaður á Gjábakka, f. 1764, d. 3. janúar 1851.
Barnið var
2. Guðrún Einarsdóttir, f. 29. september 1803, d. 6. október 1803 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.