Arnfríður Gunnarsdóttir (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. mars 2014 kl. 15:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. mars 2014 kl. 15:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Arnfríður Gunnarsdóttir (Brekkuhúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Arnfríður Gunnarsdóttir vinnukona fæddist 1774 og lést 6. júlí 1859.
Foreldrar hennar voru Gunnar Hafliðason bóndi og lögréttumaður í Götu í Hrunamannahreppi, f. um 1718, d. 2. mars 1785, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja frá Gröf í Hrunamannahreppi, f. (1720).

Arnfríður var vinnukona á Úlfsstöðum í Reykholtsdal í Borg. 1801, líklega á Baugsstöðum í Flóa 1810.
Hún var ógift vinnukona í Brekkuhúsi 1816, 42 ára vinnukona í Kornhól 1820, 1821, 1824, í Stakkagerði 1825, var ekki á sóknarmannatali Ofanleitissóknar 1826, húskona í húsi Jóns Þorbjörnssonar 1827. Það mun hafa verið húsið, sem nefndist Jónshús 1828, síðar Hlíðarhús.
Arnfríður var í Árnahúsi (Árni Hafliðason) 1833, sjálfrar sín í Dalahjalli hjá Kristínu Guðmundsdóttur dóttur sinni 1834, í Steinmóðshúsi 1836.
Arnfríður var ógift vinnukona í Kornhól 1840, handverkskona hjá Sigríði Bjarnadóttur og Helga Jónssyni í Kornhól 1845 og 1850, 81 árs húskona og lifði á handiðnum þar 1855, 83 ára niðursetningur í Kornhól 1857.
Arnfríður lést 1859, niðursetningur í Elínarhúsi.

Barn Arnfríðar var
Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Dalahjalli, f. 1810, d. 5. febrúar 1887.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Lögréttumannatal. Sögurit. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1952-1955.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.