Páll Guðmundsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. febrúar 2014 kl. 21:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2014 kl. 21:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Páll Guðmundsson''' bóndi á Vilborgarstöðum fæddist 1765 og lést 5. ágúst 1810.<br> Foreldrar hans voru líklega Guðmundur Pálsson, sem var bóndi ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Guðmundsson bóndi á Vilborgarstöðum fæddist 1765 og lést 5. ágúst 1810.
Foreldrar hans voru líklega Guðmundur Pálsson, sem var bóndi á Vilborgarstöðum 1762 og ókunn kona hans.

Páll var bóndi, ekkill, á Vilborgarstöðum 1801 með Jón son sinn 14 ára, Guðmund „óegta‟ þriggja ára og ráðskonuna Ingibjörgu Hreiðarsdóttur bústýru, sögð ekkja.

I. Fyrri kona hans, (20. júlí 1788), var Emerentíana Jónsdóttir húsfreyja, f. 1762, d. 29. september 1792.
Börn þeirra hér:
1. Jón Pálsson sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 20. febrúar 1788 í Kvernhól (Kornhól), d. 2. ágúst 1864.
2. Guðmundur Pálsson, f. 19. október 1789, d. 30. október 1789 úr ginklofa.
3. Ossilá Pálsdóttir, f. 28. júlí 1791 í Kornhól, d. 2. ágúst 1791 úr „landfarsótt“.
4. Erlendur Pálsson, f. 21. september 1792 í Kornhól, d. 28. september 1792, jarðs. með móður sinni.

II. Síðari kona Páls var Ingibjörg Hreiðarsdóttir húsfreyja, f. 1762.
Barn þeirra hér:
2. Guðmundur Pálsson, f. 2. janúar 1798. Var með foreldrum sínum 1801, þriggja ára, en finnst ekki á mt. 1816, (dánarskýrslur skortir).


Heimildir