Ingibjörg Hreiðarsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. janúar 2014 kl. 21:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. janúar 2014 kl. 21:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Hreiðarsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1762. Faðir hennar mun hafa verið Hreiðar Hreiðarsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1721. Ætt ókunn.
Ingibjörg var á Kirkjubæ 1787. Hún var ráðskona hjá Páli Guðmundssyni á Vilborgarstöðum 1801.
Bjarni maður hennar var viðriðinn Miðhúsaránið og var dæmdur til fangavistar í Rvk. Þar kynntist hann fanganum Þuríði Högnadóttur og tóku þau saman, er vistun var lokið. Óskaði Bjarni skilnaðar frá Ingibjörgu, en hún hafði átt barn með öðrum manni, meðan á afplánun Bjarna stóð. Gekk það fram.

I. Barn með Einari Guðmundssyni.
1. Guðmumdur Einarsson, f. 30. mars 1785, d. 7. apríl 1785 úr ginklofa.

II. Fyrri maður Ingibjargar (7. október 1787, skildu 16. júlí 1798): Bjarni Björnsson bóndi á Vilborgarstöðum, síðar í Kornhól og á Miðhúsum, f. 1752 í Ásgarði í Landbroti, d. 23. nóvember 1827.
Börn:
Börn Bjarna og Ingibjargar hér:
2. Guðríður Bjarnadóttir, f. 26. desember 1787, d. 4. janúar 1788.
3. Sveinn Bjarnason, f. 4. desember 1788, d. 11. desember 1788 úr ginklofa.
4. Guðríður Bjarnadóttir, f. 5. janúar 1791, d. 1. febrúar 1791.
5. Vigdís Bjarnadóttir, f. 1792, d. 22. febrúar 1792, 5 daga gömul.

III. Síðari maður Ingibjargar var Páll Guðmundsson bóndi og ekkill á Vilborgarstöðum 1801, f. 1765, d. 5. ágúst 1810.
Börn þeirra hér:
6. Guðmundur Pálsson, f. 2. janúar 1798, á lífi 1801, d. líklega á árunum 1813-1816.

IV. Ingibjörg átti barn með Gissuri Helgasyni frá Hörgslandi á Síðu:
7. Sigríður Gissurardóttir, f. 26. október 1801, d. 4. nóvember 1801.


Heimildir