Anna Þorbjörnsdóttir (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. janúar 2014 kl. 21:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. janúar 2014 kl. 21:13 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Anna Þorbjörnsdóttir í Dalahjalli, fæddist 1798 í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum og lést 11. mars 1849.
Faðir hennar var Þorbjörn Jónsson tómthúsmaður í Dalahjalli, f. 1765, d. 20. febrúar 1811.
Móðir Önnu var Guðlaug Þorsteinsdóttir vinnukona í Miðey í A-Landeyjum 1801, f. um 1767.
Anna var 4 ára með móður sinni í Miðey 1801. Móðir hennar var þar vinnukona. Hún var fósturbarn í Presthúsum 1816, húsmóðir á Steinsstöðum 1821 með Einari, ekkja, vinnukona að Ofanleiti 1835, en var hjá Þórði syni sínum á Löndum 1845.

Maður Önnu, (8. október 1820), var Einar Einarsson, f. 1796, tómthúsmaður í Kastala 1821, bóndi á Steinsstöðum 1821, í Ólafshúsum 1822 og í Presthúsum 1823, d. 15. september 1833 af slysförum.
Börn þeirra hér:
1. Þorbjörn Einarsson, f. 9. október 1819 á Gjábakka, d. 15. október 1819.
2. Þorbjörg Einarsdóttir, f. 2. júlí 1821 í Kastala, d. 17. júlí 1821.
3. Þórður Einarsson sjómaður á Löndum, síðar sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 4. október 1822, d. 1860.
4. Guðmundur Einarsson, f. 1. desember 1823 í Presthúsum, d. 7. desember 1823.
5. Páll Einarsson, f. 27. mars 1825 í Presthúsum, d. 1. apríl 1825.


Heimildir