Jón Jónsson lóðs (Vilborgarstöðum)
Jón Jónsson lóðs á Vilborgarstöðum fæddist 18. nóvember 1842 í Reynisdal í Mýrdal og drukknaði af Blíð við Brekaflá við Bjarnarey í Útilegunni miklu 25. eða 26. febrúar 1869.
Faðir Jóns var fyrri maður Ólafar móður hans, Jón bóndi í Reynisdal, f. 18. nóvember 1815 í Stóra-Dal í Mýrdal, d. 16. aðríl 1854 í Reynisdal, Jónsson.
Móðir Jóns lóðs og kona Jóns í Reynisdal var Ólöf húsfreyja, f. 8. nóvember 1816 í Arnardrangi í Landbroti, d. 3. mars 1894 á Stóru-Heiði í Mýrdal, Gísladóttir.
Jón var með foreldrum sínum í Reynisdal til ársins 1860 og með móður sinni og stjúpa í Stóra-Dal 1860-1864.
Jón var vinnumaður hjá Pétri Bjarnasen verslunarstjóra í Garðinum, varð yfirlóðs, var formaður á Neptúnusi og síðan á Blíð og fórst með honum við Bjarnarey. (Sjá Útilegan mikla 1869).
Kona Jóns lóðs var Veigalín Eiríksdóttir frá Gjábakka, f. 28. nóvember 1843, d. 23. júní 1884.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. Þorsteinn Johnson 1938-1939.