Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Bitavísur eða skipavísur
- Bitavísur.
- Það mun hafa verið forn siður að grafa vísur eða vísu
- á bitafjölina í þeim skipum, sem gengu til fiskveiða.
- Yfirleitt var efni vísunnar bæn til guðs
- um farsæld fyrir skip og skipshöfn til lands og sjávar. (Heimaslóð).
- Eldri skip í Eyjum.
- Bitavísa hans var eftir Pál skálda Jónsson.
- Höppum stýri á hnísu mýra flóði,
- hættumein og slys ei nein ofbjóði
- lægis hreini
- Lukkureyni,
- guð, sá eini góði.
- Bitavísa hennar var eftir Pál skálda Jónsson.
- Vænti ég fleyið Vestmannaey að heiti
- vogar – skundi, er líður stund að - reiti
- eignar heimi
- aflann teymi
- upp úr geimi
- og heilum heim að fleyti.
- Bitavísa hans var eftir Pál skálda Jónsson.
- Aflakjör í fiskaför
- fyrðum vel svo láti,
- kjósum fyrstan formann Krist
- fyrir Pétursbáti.
- Árblíðu fær Friður
- för, gæfu kjör hreppi,
- Góðgjarni guð stjórni,
- geim lægi, beim vægi,
- mild höndin sæld sendi,
- sið blessi, geð hressi,
- lífs föður lof lýðir
- láð virstu í náð Kristi.
- Milding heiti menn, sem veiti
- á mastra dýri
- lukku veiti á laxamýri
- ljóssins anda kóngur stýri.