Ritverk Árna Árnasonar/Guðjón Scheving

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2013 kl. 15:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2013 kl. 15:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Guðjón Scheving“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Guðjón var nokkur sumur í Elliðaey.
Guðjón er maður meðalhár, skolhærður, fremur breiðleitur, allþrekinn og frísklegur á velli, hátt enni og kinnbein. Hann er skapléttur og brosmildur, vel gefinn að gáfum, ræðumaður allsleipur og hefir gefið sig nokkuð að stjórnmálum með sjálfstæðismönnum.
Guðjón var nokkuð til fuglaveiða fyrr á árum, allgóður liðsmaður á þeim vettvangi.
Veiðimaður hefði hann eflaust getað orðið, en hætti fuglaferðum, áður en hann næði verulegri leikni. Guðjón fær gott orð yfirleitt, er málari að iðn, fær í sínu fagi.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Guðjón Scheving


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.