Jens Kristinsson (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. ágúst 2013 kl. 19:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. ágúst 2013 kl. 19:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jens Kristinsson''' fæddist 13. september 1922.<br> Foreldrar hans voru Kristinn Ástgeirsson á Miðhúsum, f. 6. ágúst 1894, d. 31. júlí 1981, ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jens Kristinsson fæddist 13. september 1922.
Foreldrar hans voru Kristinn Ástgeirsson á Miðhúsum, f. 6. ágúst 1894, d. 31. júlí 1981, og kona hans Jensína María Matthíasdóttir, f. 16. febrúar 1892 í Kvívík í Færeyjum, d. 28. maí 1947.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Jens er ógiftur (1954, nóvember) og barnlaus.
Jens er lágur vexti, og smávaxinn, ljóshærður, skapléttur og skemmtilegur. Hann er snar og léttur í hreyfingum, fylginn sér og þolinn. Veiðimaður er Jens ágætur, enda þótt ungur sé í þeirri íþrótt, góður viðlegufélagi og ósérhlífinn og iðinn.
Eflaust á Jens eftir að þjálfast meir í veiðum og verða skeinuhættur keppinautur þeirra, sem eldri og æfðari eru í veiðistörfum.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir