Jón Jónsson „eldri“ (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. júlí 2013 kl. 18:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. júlí 2013 kl. 18:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Jónsson''' bóndi og sjómaður á Vilborgarstöðum fæddist 1816 á Torfastöðum í Fljótshhlíð og lést 26. febrúar 1869 við Eyjar.<br> Faðir h...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Jónsson bóndi og sjómaður á Vilborgarstöðum fæddist 1816 á Torfastöðum í Fljótshhlíð og lést 26. febrúar 1869 við Eyjar.
Faðir hans var Jón bóndi í Háakoti og á Torfastöðum, f. 1766 á Snjallsteinshöfða á Landi, d. 13. júní 1834, Magnússon bónda þar, f. 1719, á lífi 1767, Jónssonar bónda í Raftholti í Holtum og Snjallsteinshöfða, f. 1676, Þorbjörnssonar, og konu Jóns Þorbjörnssonar, Halldóru húsfreyju, f. 1679, á lífi 1729, Eiríksdóttur.
Móðir Jóns í Háakoti og kona Magnúsar bónda á Snjallsteinshöfða er ókunn.

Móðir Jóns á Vilborgarstöðum og kona Jóns í Háakoti var Þuríður húsfreyja, f. 1775 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, Sigmundsdóttir bónda á Kirkjulæk 1801, f. 1750, d. 2. júní 1837, Björnssonar bónda í Syðri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyju, f. 1719, á lífi 1762, Þórarinssonar, og ókunnrar konu Björns.
Móðir Þuríðar og kona Sigmundar á Kirkjulæk var Guðrún húsfreyja, f. 1740, Jónsdóttir.

Jón var í vinnumennsku á Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum 1845. Hann var sjávarbóndi á Vilborgarstöðum 1855. Hann bjó á Vilborgarstöðum 1860 með Sigríði konu sinni og börnunum Vigdísi 16 ára, dóttur hennar og Jóns Sigurðssonar, og börnum þeirra Sigríðar, Elínu 7 ára og Sigurði 1 árs.

Jón lést af vosbúð og kulda nóttina 26. febrúar 1869 í Útilegunni miklu. (Sjá nánar (JGÓ).

Kona Jóns á Vilborgarstöðum var Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1815 á Hafurbjarnarstöðum í Hvalsnessókn á Reykjanesi, d. 24. nóvember 1890. Hún var þá ekkja Jóns Sigurðssonar.
Börn þeirra Jóns Jónssonar hér:
1. Elín Jónsdóttir, síðar (1880) vinnukona á Vilborgarstöðum, f. 1854.
2. Sigurður Jónsson á Löndum, f. 29. október 1859, d. 10. ágúst 1932.
3. Stjúpdóttir Jóns, (dóttir Sigríðar og Jóns Sigurðssonar), var Vigdís Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 10. júní 1845. Hún var gift Árna Árnasyni bónda og sjómanni á Vilborgarstöðum. Hann fórst með Gauki við Klettsnef 1874. Vigdís fluttist til Utah 1880. Þau Árni voru föðurforeldrar Árna Árnasonar símritara.


Heimildir