Guðjón Jónsson (Sjólyst)
Guðjón Jónsson formaður, hafnsögumaður og sýslunefndarmaður í Sjólyst fæddist 5. desember 1857 og lést 13. október 1896.
Faðir hans var Jón bóndi á Heylæk í Fljótshlíð og Ártúnum á Rangárvöllum, f. 12. júní 1807 í Teigi í Fljótshlíð, d. 9. janúar 1891 á Butru í A-Landeyjum, Tómassonar bónda í Teigi, f. 1769, d. 15. júlí 1836, Jónssonar bónda á Heylæk, f. 1740, d. 2. júní 1803, Ólafssonar, og konu Jóns á Heylæk, Þorbjargar húsfreyju og yfirsetukonu, f. 21. júní 1743, d. 9. ágúst 1824, Þorláks „prestlausa“ lögsagnara og sýslumanns í Eyjum, f. 1711, d. 1773, Guðmundssonar.
Jón Ólafsson á Heylæk var langafabarn sr. Péturs Gissurarsonar að Ofanleiti.
Móðir Jóns á Heylæk og kona Tómasar í Teigi var Guðbjörg húsfreyja, skírð 17. mars 1766, d. 12. apríl 1828, Nikulásdóttir bónda og hreppstjóra á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, f. 1734, d. 8. febrúar 1820, Eyvindssonar, og konu Nikulásar, Valgerðar húsfreyju, f. 1736, d. 27. janúar 1791, Loftsdóttur prests á Krossi Rafnkelssonar.
Móðir Guðjóns í Sjólyst og síðari kona Jóns á Heylæk var Guðrún húsfreyja, f. 12. ágúst 1817, d. 12. júní 1885, Gísladóttir bónda í Bóluhjáleigu í Holtum, f. 14. maí 1786, d. 2. maí 1858, Gíslasonar bónda á Steintóft í Þykkvabæ, f. 1734, d. 18. júlí 1821, Jónssonar, og konu Gísla Jónssonar, Guðríðar húsfreyju, f. 1751, d. 10. október 1823, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar á Heylæk og kona Gísla í Bóluhjáleigu var Gunnhildur húsfreyja, skírð 25. júlí 1792, d. 24. september 1848, Þorkelsdóttir bónda á Strympu á Rangárvöllum, f. 1768 á Vestri-Loftsstöðum í Flóa, d. 3. mars 1841 í Bóluhjáleigu, Egilssonar, og konu Þorkels, Sigríðar húsfreyju, f. 1766, d. 25. mars 1846.
Guðjón var vinnumaður í Godthaab 1880. Hann var kvæntur „bóndi, lifir á fiskveiðum“ 1890. Þar var kona hans Guðríður Bjarnadóttir og synirnir Tómas 3 ára og Guðjón Júlíus 6 ára.
Guðjón var formaður á áraskipinu Haffrú og áraskipinu Skeið.
Hann var glímumaður og sundmaður góður og kenndi hvort tveggja í Eyjum. Kenndi hann sund 1894 og 1895 í sjónum undir Litlu-Löngu, við Stóru-Löngu og við Grjótgarðinn norður af Skildingafjöru.
Guðjón í Sjólyst átti sæti í sýslunefnd um skeið.
Hann var skipaður hafnsögumaður og fórst við þau störf á Ytri-Höfninni 1896.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Manntöl.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.