Bjarni Bjarnason (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2013 kl. 16:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2013 kl. 16:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Bjarnason bóndi í Dölum fæddist 12. maí 1828 á Litlu-Hólum í Mýrdal.
Faðir hans var Bjarni bóndi á Litlu-Hólum og Brekkum í Mýrdal, f. „7 vikur af sumri“ 1789 á Skagnesi í Mýrdal, Guðmundsson bónda á Skagnesi, f. 1759, d. 1800 á Skagnesi, Árnasonar bónda í Jórvík og víðar, f. 1715, Björnssonar, og konu Árna, Guðrúnar húsfreyju, f. 1727, d. 1804, Jónsdóttur.
Móðir Bjarna í Jórvík og kona Guðmundar Árnasonar var Guðrún húsfreyja, f. 1760, Bjarnadóttir bónda í Engigarði og Reynisholti í Mýrdal, f. 1716, Eiríkssonar, og konu Bjarna Eiríkssonar, Margrétar húsfreyju, f. 1717 í Suður-Vík í Mýrdal, d. 4. febrúar 1785 í Vík þar, Eiríksdóttur.

Móðir Bjarna í Dölum og kona Bjarna í Jórvík var Karítas húsfreyja, f. 1801, d. 26. júlí 1888 á Brekkum í Mýrdal, Ólafsdóttir bónda í Breiðahlíð í Mýrdal, f. 1768 á Flögu í Skaftártungu, d. 8. júlí 1842 í Gaulverjabæjarsókn í Flóa, Jónssonar bónda á Flögu og víðar, f. 1722, d. fyrir mt 1801, Runólfssonar, og konu Jóns Runólfssonar, Hugborgar húsfreyju, f. 1731, Ólafsdóttur.
Móðir Karítasar í Jórvík og fyrri kona Bjarna bónda var Ólöf húsfreyja, f. 1770, d. fyrir mt 1816, Þorsteinsdóttir bónda á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, f. 1746, d. 9. júlí 1834 á Ketilsstöðum, Eyjólfssonar, og fyrstu konu Þorsteins á Vatnsskarðshólum, Karítasar húsfreyju, d. 1800, Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði Vigfússonar, og konu hans, Þórunnar Hannesdóttur Scheving húsfreyju, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.

Bjarni var með foreldrum sínum á Litlu-Hólum til ársins 1830, var fósturbarn á Brekkum 1831-1835, á Haugnum í Mýrdal 1835-1846. Þá var hann vinnumaður í Nýjabæ í Meðallandi 1846-1850, á Loftsölum í Mýrdal 1850-1852, á Vatnsskarðshólum þar 1852-1853.
Hann var bóndi í Dölum í Eyjum 1855 og 1860 og var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1870.
Bjarni var hermaður í Herfylkingunni.
Hann fluttist ásamt Friðriki syni sínum frá Eyjum í Kallaðarnessókn (Kaldaðarnessókn) 1873 var vinnumaður í Hrunakróki í Hrunamannahreppi 1880.

Kona Bjarna í Dölum, (1854), var Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1833, á lífi 1901 í Sjólyst.
Börn Bjarna og Margrétar hér nefnd:
1. Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja í Sjólyst, f. 22. ágúst 1855, d. 15. febrúar 1931. Hún var móðir Tómasar í Höfn.
2. Guðmundur Bjarnason, f. 18. maí 1857, d. 26. maí 1857.
3. Guðrún Bjarnadóttir, f. 1858.
4. Einar Bjarnason í Dölum, f. 13. apríl 1861, d. 1911 í Blaine í Washington-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
5. Guðfinna Bjarnadóttir, f. 13. apríl 1864.
6. Friðrik Bjarnason, f. 25. júlí 1865. Fluttist úr Eyjum 1873 og var 15 ára vinnumaður í Hrunakróki í Hrunamannahreppi með föður sínuum 1880.
7. Guðrún Bjarnadóttir, f. 22. febrúar 1869. Hún fór til Vesturheims 1888 frá Vilborgarstöðum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.