Guðmundur Kristjánsson (Bjarkarlundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júlí 2013 kl. 11:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júlí 2013 kl. 11:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|250px|''Guðmundur og Guðrún.'' '''Guðmundur Kristjánsson''' verkamaður frá Grísatungu í Mýrasýslu, síðar í [[Bjarkarlundur|B...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur og Guðrún.

Guðmundur Kristjánsson verkamaður frá Grísatungu í Mýrasýslu, síðar í Bjarkarlundi, (Vallargötu 6) fæddist 14. mars 1884 og lést 22. febrúar 1964.
Faðir hans var Kristján bóndi í Grísatungu, f. 11. janúar 1842, d. 11. júní 1934, Jónsson bónda í Lækjarkoti í Borgarhreppi, f. 18. desember 1815, d. 5. nóvember 1873, Halldórssonar bónda á Litlu-Brekku í Borgarhreppi, f. 1791, d. 14. september 1870, Guðmundssonar, og konu Halldórs, Guðrúnar húsfreyju, f. í janúar 1788, á lífi 1833, Jónsdóttur.
Móðir Kristjáns í Grísatungu og kona Jóns í Lækjarkoti var Kristín húsfreyja, f. 1816, d. 10. október 1899, Guðmundsdóttir bónda á Grímsstöðum í Breiðavík á Snæfellsnesi, f. 1790, Jónssonar, og konu Guðmundar á Grímsstöðum, Karítasar húsfreyju, f. 1793, Nikulásdóttur.

Móðir Guðmundar og kona Kristjáns í Grísatungu var Sigurbjörg húsfreyja, f. 10. júlí 1850, d. 7. apríl 1908, Sigurðardóttir bónda á Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi, f. 8. mars 1802, d. 7. desember 1859, Sigurðssonar bónda síðast á Desey í Norðurárdal, f. 1771, d. 10. mars 1839, Jónssonar, og konu Sigurðar Jónssonar, Sigríðar húsfreyju, f. um 1767, d. 13. júlí 1846 á Ölvaldsstöðum, Oddsdóttur.
Móðir Sigurbjargar í Grísatungu og kona Sigurðar bónda á Ölvaldsstöðum var Guðríður húsfreyja, f. 2. desember 1809, d. 4. mars 1891, Gísladóttir bónda í Rauðanesi í Borgarhreppi, f. 1776, d. 17. febrúar 1859, Gilssonar, og fyrri konu Gísla í Rauðanesi, Guðríðar húsfreyju, f. 1764, d. 6. september 1833, Jónsdóttur.

Kona Guðmundar Kristjánssonar var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1882, d. 17. september 1959.
Þau gengu í hjónaband 31. júlí 1906.
Guðmundur var vinnumaður hjá foreldrum sínum í Krumshólum í Mýrasýslu, á Bóndhóli 1902. Á Bóndhóli var Guðrún Jónsdóttir vinnukona og þar kynntust þau. Hann var vinnumaður í Eskiholti þar 1905-1906, húsmaður á Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd 1906-1907.
Guðmundur var verkamaður í Reykjavík 1907-1913, síðan bóndi í Sólheimatungukoti (Norðurkoti) í Mýrasýslu 1913-1914, húsmaður í Litla-Skarði þar 1914-1920, bóndi á Laugalandi í Stafholtstungum 1920-1929, í Bjargarsteini þar 1929-1930.
Þá fluttust þau Guðrún til Eyja. Þar var hann verkamaður, stundaði gúmmíviðgerðir í Baðhúsinu við Bárugötu, nefndur „Guðmundur gúmmílímari“.
Þau bjuggu í Langa-Hvammi, Hrísnesi og á Reynifelli,
Síðast dvöldu þau hjá dóttur sinni Guðrúnu Margréti í Bjarkarlundi.
Börn þeirra Guðmundar og Guðrúnar voru:
1. Kristinn verkamaður á Skagaströnd, f. 11. ágúst 1903, d. 1. desember 1986. Kona hans var Þórunn Sigurðardóttir.
2. Guðlaugur Sigurbjörn, f. 25. júní 1907, d. 22. júlí 1908.
3. Guðrún Margrét húsfreyja á Reynifelli og í Bjarkarlundi, f. 20. júní 1909, d. 7. júlí 2000, gift Guðsteini Þorbjörnssyni sjómanni. Þau fluttust til Reykjavíkur 1967, bjuggu síðan að Vindheimum í Ölfusi, en dvöldu síðast í Hafnarfirði og létust þar.
4. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 9. ágúst 1910, d. 20. febrúar 1911.
5. Kristján verkamaður á Skagaströnd, f. 2. desember 1911, d. 16. apríl 1979. Hann var áður bóndi á Harrastöðum og í Háagerði í Höfðahreppi, kvæntur Guðnýju Ingibjörgu Einarsdóttur frá Siglufirði, síðar Fjólu Gísladóttur.
6. Sigrún, f. 23. janúar 1915, d. 18. ágúst 2008. Hún var gift Þórði Ólafssyni sjómanni í Grindavík.
7. Jónína Lilja húsfreyja, f. 21. maí 1920, d. 14. febrúar 2004, gift Guðmundi Halldórssyni, en síðar Einari Jónssyni sjómanni á Kalmanstjörn.


Heimildir