Haraldur Sigurðsson (Sandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. mars 2013 kl. 12:35 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. mars 2013 kl. 12:35 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Haraldur Sigurðsson færð á Haraldur Sigurðsson (Sandi))
Fara í flakk Fara í leit
Haraldur

Haraldur Sigurðsson fæddist 18. október 1876 og lést 18. september 1943.

Haraldur var kvæntur Guðnýju Kristjönu Einarsdóttur og áttu þau meðal annars soninn Rúrik, sem var einn ástsælasti leikari þjóðarinnar.

Haraldur var trésmiður og bjó hann í húsinu Sandi.

Í bókinni Nýjar sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum er þessa sögu að finna af Haraldi:
Hannes Sigurðsson, bóndi á Brimhólum, var lengi vel formaður Búnaðarfélags Vestmannaeyja og var þá m.a. í samskiptum við kollega sína í búnaðarfélögum á Norðurlöndum. Einhverju sinni kom pakki frá Danmörku á pósthúsið í Eyjum og var utanáskriftin þessi:

Hr. H. Sigurdsson -
landbruger -
Vestmannaeyjar

Nú voru starfsmenn á pósthúsinu ekki alveg með það á hreinu fyrst í stað hver skyldi fá þennan pakka en síðan rann upp fyrir þeim ljós. Þá bjó á Sandi Haraldur Sigurðsson, faðir Rúriks heitins leikara. Þó ekki væri hátt með það farið, var á almannavitorði að Haraldur á Sandi bruggaði og eimaði landa. Það vissu starfsmenn pósthússins og því þótti þeim einsýnt, eftir utanáskriftinni, að honum væri pakkinn ætlaður og afhentu Haraldi hann.

Myndir