Einar Vilhjálmsson (Eystri-Oddsstöðum)
![](/images/thumb/2/2e/Einar_Vilhj%C3%A1lms.jpg/300px-Einar_Vilhj%C3%A1lms.jpg)
![](/images/thumb/6/6b/KG-mannamyndir_16386.jpg/300px-KG-mannamyndir_16386.jpg)
Einar Vilhjálmsson fæddist 9. febrúar 1886 og lést 29. september 1974. Hann lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði árið 1911 á Seyðisfirði og fékk meistarabréf í húsasmíði árið 1936 í Vestmannaeyjum.
Einar bjó ásamt fjölskyldu sinni í húsinu Oddsstaðir eystri til ársins 1962.
Eiginkona Einars var Halldóra Sigurðardóttir. Börn þeirra voru Ingibjörg Þórstína og Sigurjón.