Guðrún Sigurðardóttir (Hjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2012 kl. 21:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2012 kl. 21:34 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Hjalli fæddist í Brók í V-Landeyjum 17. ágúst 1787 og lést 10. júlí 1852.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Vestri-Klasabarði, f. 1761, d. 12. september 1825, Árnason bónda á Vestri-Klasabarði, f. 1725, d. 12. janúar 1794, Jónssonar og konu Árna á Vestri-Klasabarði, Guðrúnar Vigfúsdóttur, f. 1726.
Móðir Guðrúnar Sigurðardóttur og kona Sigurðar á Vestri-Klasabarði var Guðlaug húsfreyja, f. 1766, d. 3. júlí 1834, Árna bónda í Eystra-Fíflholti, f. um 1722, Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur, f. um 1730, á lífi 1801.
Maður Guðrúnar var Björn Björnsson tómthúsmaður í Hjalli í Eyjum, f. 1776, d. 12. júní 1843.
Börn þeirra Björns og Guðrúnar voru:
1. Guðrún, f. 27. mars 1824, d. 4. febrúar 1872, húsfreyja í Gvendarkoti í Þykkvabæ, gift Grími Guðmundssyni.
2. Kristín húsfreyja í Smiðjunni í Eyjum, f. 8. júní 1825, d. 7. febrúar 1860, gift Guðmundi Eiríkssyni.
3. Hjalti, f. 8. júní 1825, d. líklega ungur.
4. Björn, f. 27. október 1826, d. 6. nóvember s. ár.
5. Guðríður, f. 14. apríl 1828, d. 4. september 1860, húsfreyja á Vilborgarstöðum, gift Þorsteini Jónssyni.


Heimildir

  • Holtamannabók I–Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Manntöl.