Sólveig Pálsdóttir
Sólveig Pétursdóttir var fædd í Vestmannaeyjum þann 8. október 1821. Foreldrar hennar voru séra Páll Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. Sólveig var með þeim fyrstu íslensku konunum sem fóru til Danmerkur til að verða ljósmæður. Hún útskrifaðist árið 1843 frá Fæðingarstofnuninni í Kaupmannahöfn og var skipuð sama ár sem ljósmóðir í Vestmannaeyjum. Þar hjálpaði hún Peter Anton Schleisner að útrýma ginklofanum í Vestmannaeyjum. Sólveig gengdi því starfi allt til ársins 1867 en þá fékk hún starf sem ljósmóðir í Reykjavík og gengdi því allt til dauðadags. Sólveig var giftist árið 1845 honum Matthíasi Markússyni, trésmið í Vestmannaeyjum. Sólveig lést árið 1886 í Reykjavík. Ein dóttir hennar er móðir herra Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands.