Björn Júlíusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. maí 2012 kl. 11:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. maí 2012 kl. 11:39 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Björn Júlíusson fæddist 1. október 1921 og var uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann lést 6. mars 1995. Hann var sonur hjónanna Júlíusar Jónssonar og Sigurveigar Björnsdóttur. Kona Björns var Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir frá Brattlandi í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust tvö börn.

Björn varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1947 og lauk læknanámi frá Háskóla Íslands árið 1955 með góðri einkunn. Frá 1955 og til 1958 var hann læknir í Vestmannaeyjum en þá hélt hann utan til Danmerkur og Svíþjóðar í sérfræðinám. Á þessum árum var mikið af erlendum fiskiskipum á Eyjamiðum og leituðu þau mikið til Vestmannaeyja með veika og slasaða sjómenn sem Björn sinnti af mikilli elju.

Eftir að Björn kom aftur til Íslands, árið 1961, starfaði hann sem barnalæknir á Landspítalnum fram til ársins 1993. Í gosinu var Björn í fremstu víglínu hjálpar- og aðstoðarfólks í Þorlákshöfn þegar Vestmannaeyjabátar komu þangað hlaðnir fólki.

Á læknisárum sínum í Vestmannaeyjum kenndi Björn á skipstjórnarnámskeiðum, sem haldin voru þar á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík. Hann var félagi í Akóges í Reykjavík síðan 1973 eða í 22 ár.


Heimildir