Bjarni Stefánsson (Búastöðum)
Bjarni Stefánsson bóndi á Búastöðum, f. á Kirkjubæ um 1791, d. 1855 á Tjörnum u. Eyjafjöllum. Hann var vinnumaður á Vilborgarstöðum 6 1816, sagður sjómaður á Búastöðum 1845.
Faðir hans var Stefán Guðmundsson prests á Kirkjubæ, Högnasonar
Kona hans var Rakel Bjarnhéðinsdóttir, f. 1794 í Eyjum, d. 1856 í Nýjabæ, en hún var dóttir sr. Bjarnhéðins Guðmundssonar á Kirkjubæ. Móðir hennar var Anna dóttir sr. Guðmundar Högnasonar á Kirkjubæ. Þau Rakel og Bjarni voru því systkinabörn ¹).
Bjarni lærði garðrækt erlendis um 1820, mun hafa farið utan á vegum landbúnaðarfélagsins danska. Mun hann síðar hafa leiðbeint við garðrækt hér, en stjórnin sendi lengi rófna- og grænkálsfræ m.m. hingað til útbýtingar meðal bænda ²).
Heimildir
- ¹) Saga Vestmannaeyja I./ IV. Vestmannaeyjaprestar, 1. hluti
- ²) Saga Vestmannaeyja II./ III. Atvinnuvegir, 1. hluti
- Saga Vestmannaeyja I./ VIII. Þjóðlífslýsingar, 5. hluti
- Manntal 1801/1816/1845