Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Sporin í Landakirkju

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. desember 2011 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. desember 2011 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sporin í Landakirkju“ [edit=sysop:move=sysop])
Fara í flakk Fara í leit


Sporin í Landakirkju.


Það var einhverju sinni, er menn komu í Landakirkju aðfangadagskvöld til messu, að þeir sáu spor eftir bera fætur liggja niður stigann ofan af loftinu, inn kórinn og að dyrunum inn í altarið. Þar hurfu þau og sáust þess engin merki, að gengið hefði verið til baka. Voru sporin mjög greinileg og markaði fyrir tánum á gólfinu, eins og fæturnir hefði verið blautir og forugir. Voru förin einkennilega stór og reyndust miklu stærri en för þeirra, sem mældu, enda þótt þeir væri á skóm. Furðaði menn mjög á sporum þessum, og voru ýmsar getur að því leiddar hverju sætti, en aldrei urðu menn nokkurs vísari um þetta.