Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Huldufólkið í lambhúskofanum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. nóvember 2011 kl. 21:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. nóvember 2011 kl. 21:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: <br> <big><big><center>Huldufólkið í lambhúskofanum.</center></big></big> <br> Sigríður Nikulásdóttir, fyrri kona [[Sigurður Breiðf...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit


Huldufólkið í lambhúskofanum.


Sigríður Nikulásdóttir, fyrri kona Sigurðar Breiðfjörð skálds, eignaðist dóttur með Otta Jónssyni eftir að Sigurður skildi samvistir við hana. Hét hún Nikólína og andaðist hún háöldruð nálægt aldamótunum síðustu. Nikólína var mjög trúuð á álfa og alls konar vættaverur.
Eftirfarandi saga er eftir henni höfð. Í jarðskjálftunum 1896 bjó Nikólína sem einsetukona í lambhúskofa skammt norður af Löndum. Kvöldið, sem hræringarnar byrjuðu, á fýlaferðum seint í ágúst, var Nikólína, sem unnið hafði að fýlareyzlu allan daginn, nýlögst út af, þreytt og syfjuð, búin að lesa bænirnar sínar og signa sig. Kom þá fyrsta hræringin, sem eins og kunnugt er, var mikii. Sagðist þá gamla konan hafa beðið fyrir sér, heitt og innilega, í dauðans angist, því að hún var hrædd um að kofinn mundi hrynja yfir sig áður en nokkur mennskur maður kæmi sér til hjálpar. En í sömu svipan sá hún sem opnaðist hlið inn í vegginn, þó annars væri koldimmt í kofanum, og leit hún þá gömlu huldufólkshjónin, er hún oft hafði orðið vör við í kofanum áður og bjuggu þar í nábýli við hana. Sátu þau við borð og var maðurinn að lesa húslestur, því að þetta var gott huldufólk. Tók hún þetta sem bendingu til sín um að hún gæti verið róleg, og lagðist þegar aftur og sofnaði strax. Hírðist hún síðan ein í kofanum, meðan jarðskjálftarnir gengu.
(Skráð af Sigfúsi M. Johnsen).