Blik 1951/Færðar þakkir, kvæði

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2010 kl. 21:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2010 kl. 21:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1951



Færðar þakkir.


Í Bliki 1950 birti Una Jónsdóttir skáldkona þrjú erindi til Heimaeyjar. Séra Sigtryggur Guðlaugsson að Núpi fær jafnan ritið sent. Í vetur sendi hann Gagnfræðaskólanum lag við þessi erindi skáldkonunnar og kann skólinn séra Sigtryggi alúðarfyllstu þakkir fyrir þá góðu gjöf.
Skáldkonan þakkaði séra Sigtryggi gjöfina með þessum erindum:

Dyggan þjón sinn Drottinn geymi,
dáðum prýddan fyr og síð.
Hallar ævi hér í heimi,
hugsum við um betri tíð.
Ævikvöld þitt indælt veri,
eilíf sælan bíður þín,
Sigtryggur; með sannri gleði
sú er kæra óskin mín.


ÍSLAND
Ísland yndislega,
eyjan góða mín,
ég ann þér alla vega,
oft vil minnast þín.
Þig ávallt blessi öll vor þjóð.
Fram þig leiði föðurhönd,
fóstra og móðir góð.
Flestum fegri í heimi,
fjalladrottning kær.
Eld og ís þú geymir
allmörg vötnin tær.
Fagurt er þitt fossaskraut.
Blessi Drottinn landsins lýð,
lækni hverja þraut.
Una Jónsdóttir.