Blik 1976/Eiðið í Eyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. desember 2009 kl. 22:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. desember 2009 kl. 22:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Þ. Víglundsson

Sundkennsla hafnarmegin við Eiðið
Eiðið sunnanvert í kringum 1920.

Eiðið í Eyjum

Frá ómunatíð höfðu bændur Eyjanna (jarðir töldust þar 49 alls) haft aðalrétt sína á Eiðinu, grandanum milli Heimakletts og Stóra-Klifs.
Á sunnanverðu Eiðinu austur undir Heimakletti byggði Ungmennafélag Vestmannaeyja sundskála árið 1913. Þar var síðan kennt sund hafnarmegin við Eiðið um árabil. Um sömu mundir bollalagði hinn franski Brillouin að byggja beinamjölsverksmiðju á Eiðinu. Hann lét steypa grunn þar undir hina miklu byggingu. Þar með var „sá draumur búinn“. Um þær mundir var hafizt handa um að byggja fá íbúðarhús þarna á Eiðinu. Þau stóðu þar fá ár og í þeim var búið. Byggðin þar er saga út af fyrir sig með brennivínssölu og smygli.
Nú hefur dyngju af gjósku verið ekið á Eiðið og það þannig hækkað upp um þó nokkra metra til varnar sjávargangi. Þar hafa stórvirk tæki verið notuð til mikilla átaka við að flytja stórgrýti sjávarmegin við uppfyllingu þessa til varnar sjávargangi.