Ungmennafélag Vestmannaeyja

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ungmennafélag Vestmannaeyja er talið hafa verið stofnað 1907 eða 1908 að frumkvæði Steins Sigurðssonar skólastjóra Barnaskólans í Vestmanneyjum. Ungmennafélagið lagði upp laupana árið 1914, en þá flutti Steinn frá Vestmannaeyjum og má leiða að því líkur að með brottflutningi hans hafi félagið lognast út af. Segja má að Íþróttafélagið Þór hafi verið eins konar arftaki Ungmennafélagsins, en íþróttafélagið var stofnað árið 1913. Þá starfaði annað ungmennafélag í Vestmannaeyjum á árunum 1927-1929 og gaf m.a. út félagsblað. Þriðja ungmennafélagið, UMF Óðinn, var stofnað árið 1989 og starfar af fullum krafti enn í dag.