Blik 1946. Ársrit/Frá skólanum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. nóvember 2009 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. nóvember 2009 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Blik 1946. Ársrit/Nýtt skólakerfi færð á Blik 1946. Ársrit/Frá skólanum)
Fara í flakk Fara í leit

Nýtt skólakerfi

Í dag undirritaði forseti Íslands ný fræðslulög fyrir landið. Framhaldskennslan er nú loks skipulögð í landinu, og þjóðin fær heilsteypt skólakerfi. Skólaskylda barna verður til 15 ára aldurs í stað 14 ára. — Börnin ljúka fullnaðarprófi barnafræðslunnar 13 ára að aldri. Þá færist skólaskylda þeirra upp í gagnfræðaskólana. Eftir tvö ár í gagnfræðaskóla ljúka unglingarnir svokölluðu unglingaprófi, og ljúka þar með skólaskyldunni. Þá tekur miðskóladeild gagnfræðaskólanna við. Eftir eins árs nám í þeirri deild ljúka unglingarnir svonefndu miðskólaprófi. Það próf veitir rétt upp í lærðudeild menntaskóla, 1. bekk kennaraskóla, og inn í ýmsa sérskóla. Einnig veitir það rétt til starfa hjá opinberum stofnunum, svo sem pósti og síma. — Eftir fjögurra vetra námi í gagnfræðaskóla ljúka nemendur gagnfræðaprófi.