Blik 1946. Ársrit/Frá skólanum
- Nýtt skólakerfi
Í dag undirritaði forseti Íslands ný fræðslulög fyrir landið. Framhaldskennslan er nú loks skipulögð í landinu, og þjóðin fær heilsteypt skólakerfi. Skólaskylda barna verður til 15 ára aldurs í stað 14 ára. — Börnin ljúka fullnaðarprófi barnafræðslunnar 13 ára að aldri. Þá færist skólaskylda þeirra upp í gagnfræðaskólana. Eftir tvö ár í gagnfræðaskóla ljúka unglingarnir svokölluðu unglingaprófi, og ljúka þar með skólaskyldunni. Þá tekur miðskóladeild gagnfræðaskólanna við. Eftir eins árs nám í þeirri deild ljúka unglingarnir svonefndu miðskólaprófi. Það próf veitir rétt upp í lærðudeild menntaskóla, 1. bekk kennaraskóla, og inn í ýmsa sérskóla. Einnig veitir það rétt til starfa hjá opinberum stofnunum, svo sem pósti og síma. — Eftir fjögurra vetra námi í gagnfræðaskóla ljúka nemendur gagnfræðaprófi.
- 10. apríl 1946.
- ——————
- ——————
- Miðskólapróf
Að þessu sinni þreyta 9 unglingar miðskólapróf við gagnfræðaskólann hér í Eyjum. Þeir eru þessir:
Bernódus Þórarinsson.
Guðjón Kristófersson.
Haraldur Ragnarsson.
Högni Sigurjónsson.
Hörður Haraldsson.
Inga Sigurjónsdóttir.
Jóhanna H. Sveinbjarnardóttir.
Sigurbergur Hávarðsson (utan skóla).
Öll úr Vestmannaeyjum; og Haraldur Jóhannsson frá Hofsósi.
Væntanlega hefst miðskólaprófið um miðjan maímánuð. Það er þreytt á sömu dögum og sama tíma dags í öllum gagnfræðaskólum landsins, héraðsskólum og báðum menntaskólunum. Sérstök nefnd manna í Reykjavík semur öll prófverkefnin og dæmir úrlausnir.
- ————————
- ————————
Gagnfrœðapróf hófst í skólanum 6. þ.m. Bekkjarpróf 10. þ.m.
Skólanefnd Gagnfræðaskólans skipa nú þessir menn:
- Eyjólfur Eyjólfsson, form.
- Björn Guðmundsson.
- Karl Guðjónsson.
- Ástþór Matthíasson.
- Þorvaldur Sæmundsson.
Gagnfrœðaskólinn þakkar fráfarandi formanni, Sveini Guðmundssyni, velvilja og ötulleik í starfi.
- ———————
- ———————
- Ritnefnd:
- Ritnefnd:
- Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum
- Ábyrgðarmaður:
- Þorsteinn Þ. Víglundsson