Blik 1969/Í húminu

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. október 2009 kl. 15:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. október 2009 kl. 15:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Í Húminu'''<br> Þetta ljóð orti frú Jarþrúður Johnsen á sínum tíma og samdi síðan lag við það, sem hlotið hefur viðurkenningu fyrir fegurð. :::::::Í HÚMINU...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Í Húminu
Þetta ljóð orti frú Jarþrúður Johnsen á sínum tíma og samdi síðan lag við það, sem hlotið hefur viðurkenningu fyrir fegurð.


Í HÚMINU
Í húminu hljótt hún grætur
og hugsar um liðinn dag.
Í djúpinu Ránardætur
dansa rammaslag.
En blessuð vertu bjartsýn,
því að báturinn færir þér heim
þann eina, sem þú elskar
í alheims víðum geim.