Illugi Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2005 kl. 16:35 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2005 kl. 16:35 eftir Skapti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Illugi Jónsson, 1734 til 1744. Foreldrar: Séra Jón Ólafsson að Fellsmúla og kona hans Margrét Jónsdóttir prests að Fellsmúla, Jónssonar. Stúdent frá Skálholtsskóla 1715, vígðist sama ár aðstoðaprestur séra Einars Magnússonar í Holtþingum, fékk Mosfell í Grímsnesi 1719 og Ofanleiti 1734 og þjónaði því prestakalli til 1745, er hann fékk veitingu fyrir Ólafsvöllum og varð prófastur í Árnesþingum. Kona hans var Sigríður Fransdóttir, prests í Hruna, Ibssonar, og áttu þau sjö börn.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.