Sigurbjörg Axelsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2008 kl. 11:55 eftir Inga (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2008 kl. 11:55 eftir Inga (spjall | framlög) (myndir)
Fara í flakk Fara í leit
Teikning efir Sigmund af Döddu og Magnúsi bæjarstjóra
Teikning efir Sigmund af Döddu og Magnúsi bæjarstjóra

Sigurbjörg Axelsdóttir fæddist 23. apríl 1935. Árið 1954 giftist hún Axel Lárussyni skókaupmanni. Sigurbjörg var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1949-1952. Hún starfaði hjá Siglingamálastofnun og í verslun Ragnars H. Blöndal. Í Vestmannaeyjum rak hún í fjölda ára skóverslunina Axel Ó ásamt manni sínum.

Sigurbjörg var fyrsta konan sem átti sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Þar sat hún frá 1974-1978 og 1982-1986. Auk þess var hún varabæjarfulltrúi 1980-1981. Sigurbjörg var virk í mögum félögum, var í félagi kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum, og formaður þess í mörg ár, var í stjórn kaupmannasamtaka Íslands og var sæmd gullmerki þess, hún starfaði í Sjálfstæðiskvennafélaginu Eygló, og starfaði mikið fyrir íþróttafélagið Þór í Vestmannaeyjum.

Eftir Sigurbjörgu liggja mörg ljóð og samdi hún meðal annars ljóð við þjóðhátíðarlagið 1972(Fegurð friðsæld og kyrrð finnst hvergi meiri en í Eyjana byggð.


Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár. II. bindi. Reykjavík: Vestmannaeyjabær, 1991.