Jóhanna Lárusdóttir
Jóhanna Lárusdóttir fæddist 23. september 1868 á Búastöðum og lést 8. desember 1953. Hún var dóttir Lárusar hreppstjóra Jónssonar, bónda þar og Kristínar Gísladóttur. Jóhanna var gift Árna Árnasyni.
Jóhanna átti með Oddi Árnasyni (1865-1898) soninn Árna Oddsson (1888-1938).
Með Árna Árnasyni eldri á Grund (1870-1924):
- Auðbjörg Ástrós Árnadóttir 1892-1895
- Lárus Georg Árnason 1896-1967
- Bergþóra Ástrós Árnadóttir 1898-1969
- Árni Árnason 1901-1962
- Guðfinna Ástdís Árnadóttir 1903-1990
Heimildir
- Þorsteinn Víglundsson. Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum. Blik. 23. árg 1962.
- Guðrún Bjarkadóttir