Páll Oddgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. ágúst 2007 kl. 14:23 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. ágúst 2007 kl. 14:23 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Oddgeirsson var fæddur 5. júní 1888 í Kálfholti í Rangárvallasýslu og lést 24. júlí 1971. Páll var sonur séra Oddgeirs Guðmundsen. Fjölskyldan flutti til Eyja ári eftir fæðingu Páls því þar fékk faðir hans veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli. Séra Oddgeir var prestur í Eyjum í 35 ár við miklar vinsældir. Páll var í stórum systkinahóp, átti hann 14 systkini.

Eiginkona Páls hét Matthildur Ísleifsdóttir frá Kirkjubæ. Þau eignuðust fimm börn. Matthildur lést í ágúst 1945 en Páll lést árið 1971. Þau byggðu húsið Miðgarð við Vestmannabraut árið 1919 ásamt móður Matthildar, Sigurlaugu Guðmundsdóttur.

Menntun

Til Kaupmannahafnar var Páll sendur til að nema við verzlunarskóla.

Störf

Þegar Páll kom heim frá Kaupmannahöfn stofnaði hann verslun og gat sér góðan orðstír fyrir góðar og smekklegar vörur. Í uppeldi sínu hafði verið lögð áhersla á velvild í garð sjómanna og fékk hann að kynnast hinum erfiðu hliðum preststarfsins þegar slysin höfðu átt sér stað. Því stofnaði hann útgerð og var með fiskverkun og átti gott samstarf við sjómenn.

Menningarstörf

Páll hafði óþrjótandi áhuga á Vestmannaeyjum og gerði allt sem í hans valdi stóð til að bæta menningu og að rækta Eyjarnar. Ræktaði hann á mörgum stöðum á Heimaey og ber hæst ræktunina suður í Klauf á Breiðabakka, þar sem hann útbjó góðan útivistarstað fyrir Eyjamenn.

Páll stóð fyrir byggingu minnisvarða um drukknaða og hrapaða við Vestmannaeyjar. Kom hann með hugmyndina á Þjóðhátíð árið 1935 og afhjúpaði hann hið mikla verk árið 1951.



Heimildir