Magnús Jakobsson
Magnús Jakobsson, Skuld, fæddist 16. september 1903 í Breiðuhlíð í Mýrdal og lést 7. febrúar 1970.
Árið 1926 fluttist hann til Vestmannaeyja og var háseti á Síðuhalli hjá Guðjóni Valdasyni og síðar vélamaður. Formennsku hóf hann á Skallagrími árið 1940 og var Magnús með hann í áratug. Eftir það hætti Magnús sjómennsku og fór að stunda vélasmíði.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Magnús:
- Hér skal mætan Magnús Jakk
- meður köppum telja.
- Lengi sá með báru blakk
- búinn er að dvelja.
Sjá einnig
- Kvæði eftir Magnús Jakobsson úr Bliki 1967.
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.