Jón Anders Ásmundsson
Jón Anders Ásmundsson eðlisfræðingur, með MSc-próf í öreindafræði, kennari í Noregi fæddist 7. apríl 1958 í Eyjum.
Foreldrar hans Ásmundur Jónsson rennismíðameistari, f. 28. ágúst 1928, d. 31. desember 2019, og Martina Birgit Andersdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 22. águst 1935.
Börn þeirra:
1. Jón Anders Ásmundsson eðlisfræðingur, MSc-próf í öreindafræði, kennari í Noregi, f. 7. apríl 1958 í Eyjum. Sambúðarkona hans Mette Korsmo.
2. Guðmundur Ólafur Ásmundsson kennari, skólastjóri í Kópavogi, f. 18. nóvember 1959 á Sauðárkróki. Kona hans Ingveldur Jónsdóttir.
3. Sólveig Margrét Ásmundsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 5. ágúst 1962 í Eyjum. Maður hennar Gísli Guðmundsson, látinn.
4. Lovísa Björg Ásmundsdóttir, klæðskerameistari, f. 14. júlí 1963 í Eyjum.
5. Bergur Martin Ásmundsson, með MA-próf í frönsku, er leiðsögumaður, f. 10. maí 1969 í Eyjum. Fyrrum sambúðarkona hans Bettina Seifert.
Þau Mette hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman. Þau búa í Noregi.
I. Kona Jóns er Mette Korsmo kennari, f. 1952.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Lovísa Björg.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.