Ásta Gunna Kristjánsdóttir
Ásta Gunna Kristjánsdóttir húsfreyja, aðalbókari í Rvk fæddist 30. júlí 1958 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Kristján Björnsson frá Kirkjulandi, verkstjóri, útgerðarmaður, lagerstjóri, f. 4. nóvember 1916, d. 27. ágúst 1979, og kona hans Petrónella Sigríður Ársælsdóttir frá Fögrubrekku, húsfreyja, f. 26. maí 1921, d. 30. október 2006.
Börn Petrónellu og Kristjáns:
1. Laufey Kristjánsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. nóvember 1939 á Fögrubrekku. Fyrrum maður hennar Sigurður Þórarinsson. Maður hennar Birgir Hannesson.
2. Birna Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 6. febrúar 1942 á Fögrubrekku, d. 22. mars 2022. Maður hennar Jón Hannesson.
3. Kristján Sigurður Kristjánsson sjómaður, skipstjóri, innheimtumaður í Hvalfjarðargöngum, f. 16. október 1947 á Helgafellsbraut 1. Kona hans Sigríður Árnadóttir.
4. Ásta Gunna Kristjánsdóttir húsfreyja, aðalbókari í Reykjavík, f. 30. júlí 1958 á Sj. Maður hennar Steinarr Steinarrsson.
Þau Steinarr giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Hfirði.
I. Maður Ástu Gunnu er Steinarr Steinarrsson bifvélavirkjameistari, f. 31. október 1957. Foreldrar hans Steinarr Börnsson, f. 17. september 1927, d. 6. júlí 1967, og Vigdís Sigurðardóttir, f. 21. desember 1920, d. 3. maí 1981.
Börn þeirra:
1. Íris Anna Steinarrsdóttir, f. 9. ágúst 1975.
2. Steinarr Lár Steinarrsson, f. 16. janúar 1979.
3. Ágúst Kristján Steinarrsson, f. 19. ágúst 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Steinarr og Ásta.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.