Halla Sveinbjörnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. nóvember 2025 kl. 17:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. nóvember 2025 kl. 17:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Halla Sveinbjörnsdóttir''' húsfreyja, verslunarmaður, fiskverkakona fæddist 2. nóvember 1946 og lést 18. desember 2024.<br> Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Guðlaugsson frá Odda, verslunarstjóri, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994, og kona hans Ólöf ''Oddný'' Ólafsdóttir frá Snæfelli við Hvítingaveg 8, húsfreyja, f. 29. september 1914, d. 16. janúar 1986....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Halla Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, fiskverkakona fæddist 2. nóvember 1946 og lést 18. desember 2024.
Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Guðlaugsson frá Odda, verslunarstjóri, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994, og kona hans Ólöf Oddný Ólafsdóttir frá Snæfelli við Hvítingaveg 8, húsfreyja, f. 29. september 1914, d. 16. janúar 1986.

Börn Oddnýjar og Sveinbjörns:
1. Halla Sveinbjörnsdóttir, f. 16. janúar 1936 í Ásnesi, d. 2. desember 1943.
2. Ólafur Oddur Sveinbjörnsson vélstjóri, múrarameistari, f. 5. júlí 1938 í Árdal, d. 9. nóvember 2003.
3. Valgeir Sveinbjörnsson málari, tónlistarmaður, f. 16. október 1941 í Odda.
4. Huginn Sveinbjörnsson málarameistari, tónlistarmaður, f. 16. október 1941 í Odda, d. 16. maí 2015.
5. Halla Sveinbjörnsdóttir, f. 2. nóvember 1946 á Hvítingavegi 8, d. 18. desember 2024.

Halla eignaðist barn með Jóhanni Þór 1966.
Þau Pétur giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Kristinn giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Rvk.

I. Barnsfaðir Höllu er Jóhann Þór Friðgeirsson, f. 31. október 1949.
Barn þeirra:
1. Sveinbjörn Jóhannsson, f. 15. desember 1966.

II. Fyrrum maður Höllu er Pétur Björgvinsson, f. 24. apríl 1944. Foreldrar hans Þorgerður Pétursdóttir, f. 2. ágúst 1913, d. 3. júlí 1997, og Halldór Björgvin Ívarsson, f. 18. desember 1904, d. 7. desember 1988.
Barn þeirra:
1. Oddný Tracey Pétursdóttir, f. 19. júlí 1968.

III. Maður Höllu er Kristinn Kristinsson, f. 17. mars 1948, d. 14. maí 2015. Foreldrar hans Kristinn Bjarni Valdimarsson, f. 23. júlí 1919, d. 15. júlí 1954, og María Kristbjörg Hrólfsdóttir, f. 8. júlí 1923, d. 8. september 1971.
Barn þeirra:
2. María Róslaug Róslilja Kristinsdóttir, f. 2. júní 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.