Árni Páll Benediktsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. ágúst 2025 kl. 11:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. ágúst 2025 kl. 11:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Árni Páll Benediktsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Árni Páll Benediktsson vélstjóri í Eyjum, síðar rafvirki hjá Orkuveitu Reykjavíkur, nú í Svíþjóð, fæddist 20. júní 1982.
Foreldrar hans Benedikt Sigmundson sjómaður, múrari, f. 9. október 1950, og kona hans Erna Þórunn Árnadóttir húsfreyja, bankagjaldkeri, f. 15. desember 1954.

Börn Ernu og Benedikts:
1. Hjördís Anna Benediktsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1976. Maður hennar er Svavar Guðfinnsson.
2. Þórdís Arna Benediktsdóttir húsfreyja, við nám í Danmörku, f. 31. janúar 1978. Maður hennar er Henrik Leander.
3. Árni Páll Benediktsson vélstjóri í Eyjum, síðar rafvirki hjá Orkuveitunni í Reykjavík, nú í Svíþjóð, f. 20. júní 1982. Sambýliskona er Helga Cosser.
Barn Benedikts með Kristínu Sigrtyggsdóttur:
4. Sigtryggur Þór Benediktsson, f. 5. nóvember 1971 í Eyjum.

Þau Helga hófu sambúð, eignuðst þrjú börn.

I. Sambúðarkona Árna er Helga Valdís Cosser húsfreyja, viðskiptafræðingur hjá ADRO í Kópavogi, f. 4. maí 1987.
Börn þeirra:
1. Katrín Ylfa Árnadóttir, f. 23. febrúar 2012.
2. Benedikt Áki Árnason, f. 17. júlí 2014.
3. Tómas Gauti Árnason, f. 5. mars 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.