Drífa Gunnarsdóttir (Geirlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. nóvember 2024 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. nóvember 2024 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Drífa Gunnarsdóttir, íslenskufræðingur, kennari, fræðslufulltrúi, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, fæddist 7. maí 1970.
Foreldrar hennar Gunnar Marel Tryggvason, vélstjóri, landmaður, f. 27. nóvember 1945, og Hulda Sigurbjörg Vatnsdal Sigurðardóttir, húsfreyja, fiskverkakona, verslunarmaður, gangastúlka, f. 27. ágúst 1947.

Börn Huldu og Gunnars:
1. Þorsteinn Gunnarsson fyrrv. sveitarstjóri, kennari, íþróttafréttamaður, borgarritari í Reykjavík, f. 2. ágúst 1966. Kona hans Rósa Signý Baldursdóttir.
2. Drífa Gunnarsdóttir íslenskufræðingur, kennari, fræðslufulltrúi í Eyjum, f. 7. maí 1970. Maður hennar Bergsteinn Jónasson
3. Tryggvi Gunnarsson tölvufræðingur, rafvirki, f. 10. febrúar 1974. Sambýliskona hans Valgerður Auðunsdóttir.
4. Inga Rós Gunnarsdóttir fulltrúi hjá Tryggingastofnun Ríkisins, f. 11. mars 1986. Sambýlismaður Arnar Ingi Sæmundsson.

Þau Bergsteinn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Smáragötu 14.

Maður Drífu er Bergsteinn Jónasson, raffræðingur og löggiltur verktaki, rekur fyrirtækið Rafmúli ehf., f. 3. nóvember 1966.
Börn þeirra:
1. Jónas Bergsteinsson, framhaldsskólakennari, f. 11. júlí 1993.
2. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, lyfjafræðingur, f. 2. apríl 1999.
3. Svea María Bergsteinsdóttir, nemi, f. 8. október 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.