Gvendarhús

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. apríl 2007 kl. 23:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. apríl 2007 kl. 23:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Lagfærði föðurnafn Guðjóns í Gvendarhúsi (samkv. kennaratali/Theodór).)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Gvendarhús var ein af Ofanleitishjáleigum í byggðinni fyrir ofan hraun. Einn þekktasti ábúandi þar var Jón Jónsson í Gvendarhúsi (Gamli Jón í Gvendarhúsi) sem bjó þar með konu sinni, Sesselju Jónsdóttur, systur Hannesar lóðs. Þegar þau hættu búskap tóku við hjónin Friðjón Magnússon og Ólöf Ketilsdóttir en árið 1936 hófu þau Guðjón Guðlaugsson og Margrét Hróbjartsdóttir búskap þar. Theódór sonur þeirra reisti sér nýtt hús aðeins vestan við gamla bæinn á 6. áratug síðustu aldar. Bæði það hús, svo og gamli bærinn í Gvendarhúsi fóru undir vesturhluta flugbrautarinnar er hún var lengd.

Nú stendur í landi Gvendarhúss, suður af gamla bæjarstæðinu, nýbygging Katrínar Magnúsdóttur og Sigurgeirs Jónssonar og ber sama nafn. Húsið, sem er norskt timburhús, var reist árið 2001.

Í Blik 1959 er ritað um Gvöndarhús.