Hávarður Bergþórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. september 2024 kl. 20:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2024 kl. 20:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þórarinn ''Hávarður'' Bergþórsson''', sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, fæddist 2. febrúar 1921 í Neskaupstað og lést 7. apríl 1997.<br> Foreldrar hans Árni ''Bergþór'' Hávarðsson, f. 24. júlí 1884, d. 28. ágúst 1971, og Stefanía María Magnúsdóttir, f. 12. janúar 1891, d. 7. mars 1935. Þau Þórunn giftu sig, eignuðust fjögur börn og fóstruðu fjögur börn, auk barns Þórunnar. Þau bjuggu í Eyjum, í Keflavík, á Höfn í Hornafirði,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórarinn Hávarður Bergþórsson, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, fæddist 2. febrúar 1921 í Neskaupstað og lést 7. apríl 1997.
Foreldrar hans Árni Bergþór Hávarðsson, f. 24. júlí 1884, d. 28. ágúst 1971, og Stefanía María Magnúsdóttir, f. 12. janúar 1891, d. 7. mars 1935.

Þau Þórunn giftu sig, eignuðust fjögur börn og fóstruðu fjögur börn, auk barns Þórunnar. Þau bjuggu í Eyjum, í Keflavík, á Höfn í Hornafirði, í Neskaupstað, á Reyðarfirði og Eskifirði.

I. Kona Hávarðar, (23. desember 1950), var Þórunn Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 25. mars 1930, d. 15. febrúar 2013.
Börn þeirra:
3. Aðalheiður Hafdal Hávarðsdóttir, f. 9. júlí 1954. Barnsfaðir hennar var Sigurjón Björnsson. Maður hennar er Gunnar Gunnarsson.
4. Bjarni Hávarðsson, f. 9. júlí 1959. Kona hans er Fjóla Kristjánsdóttir.
5. Björg Hafdal Hávarðsdóttir, f. 10. júlí 1960. Fyrri maður hennar: Víðir Tarfur Þorgeirsson. Barnsfaðir hennar er Kolbeinn Hlöðversson.
6. Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson verkstjóri, kvikmyndagerðarmaður, f. 23. febrúar 1962. Kona hans er Lára Sigríður Thorarensen.
7.-8. Andvana tvíburar.
Fósturbörn þeirra, dætur Kristínar systur Þórunnar og Aðalsteins Lárussonar, f. 27. febrúar 1920, d. 14. mars 1974:
9. Jóhanna Ósk Aðalsteinsdóttir húsfreyja, f. 15. október 1965. Hún býr á Spáni.
10. Aðalsteina Lára Aðalsteinsdóttir, húsfreyja, fráskilin, f. 11. mars 1967.
Einnig ólust upp að hluta hjá hjónunum:
11. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir og Aðalheiðar dóttur þeirra.
12. Þórunn Kristín Hafdal Kolbeinsdóttir og Bjargar dóttur þeirra.
Barn Þórunnar:
13. Jón Hafdal Héðinsson útgerðarmaður á Höfn, f. 29. maí 1950 á Brekastíg 7a. Kona hans er Elín Þorvaldsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.