Kittý Stefánsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. september 2024 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. september 2024 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kittý Stefánsdóttir húsfreyja fæddist 19. mars 1945 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Stefán Andreas Pálsson, f. 2. febrúar 1901, d. 21. desember 1989, og kona hans Hildur Emilía Malmquist Pálsson húsfreyja, f. 10. september 1912, d. 19. desember 2006.

Kittý varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík.
Þau Ólafur giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík fluttust til Eyja 1964. Þau bjuggu á Hvanneyri, en síðan á Bröttugötu 28 til 1979.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu í Bogahlíð 18, en dvöldu síðan á hjúkrunarheimilinu Eir.
Ólafur lést 2024.

I. Maður Kittýjar, (7. september 1963), var Ólafur Ólafsson frá Hvanneyri, rennismíðameistari, f. 17. október 1939.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ólafsson starfsmaður Seglagerðarinnar Ægis, f. 9. október 1965, ókvæntur.
2. Helga Ósk Ólafsdóttir starfsmaður í Laugardalshöll, f. 13. júní 1971, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.