Hafsteinn Ragnarsson (Brimhólabraut)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2024 kl. 15:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2024 kl. 15:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hafsteinn Ragnarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Hafsteinn Ragnarsson, smiður, nú tryggingaráðgjafi og sölufulltri hjá Vátryggingafélagi Íslands, fæddist 1. desember 1952 á Brimhólabraut 11.
Foreldrar hans Ragnar Axel Helgason lögregluþjónn, f. 20. febrúar 1918 á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, d. 27. janúar 1995, og kona hans Vilborg Hákonardóttir húsfreyja, f. 1. júní 1917 í Merkinesi í Höfnum, Gull., d. 3. apríl 1995.

Börn Vilborgar og Ragnars:
1. Friðrik Helgi Ragnarsson, f. 12. febrúar 1941 á Kirkjuvegi 88.
2. Anna Birna Ragnarsdóttir, f. 18. september 1948 á Brimhólabraut 11.
3. Hafsteinn Ragnarsson, f. 1. desember 1952 á Brimhólabraut 11.
4. Ómar Ragnarsson, f. 14. júlí 1958, d. 22. nóvember 2000.

Þau Steinunn giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu skamma stund við Brimhólabraut 11, á Herjólfsgötu 7 1972 til Goss 1973, bjuggu síðan eina vertíð 1975 við Fífilgötu 3, búa nú í Rvk.

I. Kona Hafsteins, (26. desember 1972) er Steinunn Hjálmarsdóttir úr Skagafirði, húsfreyja, verslunarmaður, móttökuritari, f. 29. apríl 1951.
Börn þeirra:
1. Guðrún V. Hafsteinsdóttir, f. 2. mars 1971 í Eyjum.
2. Hjálmar Rúnar Hafsteinsson, f. 30. júní 1974 í Rvk.
3. Hafsteinn Elvar Hafsteinsson, f. 13. september 1978 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.