Heiðrún Gréta Sigurjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2024 kl. 20:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2024 kl. 20:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Heiðrún Gréta Sigurjónsdóttir''', húsfreyja fæddist 23. desember 1941 í A.-Landeyjum.<br> Foreldrar hennar voru Sigurjón Einarsson, bóndi á Búðarhóli, bjó síðar í Eyjum, f. 7. apríl 1894, d. 19. október 1987, og kona hans Margrét Fríða Jósepsdóttir, húsfreyja, f. 23. nóvember 1904, d. 10. október 1978. Börn Margrétar og Sigurjóns:<br> 1. Birgir Sigurjónsson (l...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Heiðrún Gréta Sigurjónsdóttir, húsfreyja fæddist 23. desember 1941 í A.-Landeyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Einarsson, bóndi á Búðarhóli, bjó síðar í Eyjum, f. 7. apríl 1894, d. 19. október 1987, og kona hans Margrét Fríða Jósepsdóttir, húsfreyja, f. 23. nóvember 1904, d. 10. október 1978.

Börn Margrétar og Sigurjóns:
1. Einar Birgir Sigurjónsson lögregluþjónn, f. 5. maí 1933. Kona hans Sigríður Sigurðardóttir.
2. Sonur, f. 1. mars 1934, d. 4. mars 1934.
3. Friðrik Sigurjónsson, f. 1. mars 1934, d. 5. mars 1934.
4. Valgerður Kristín Sigurjónsdóttir húsfreyja á Bakka í A.-Landeyjum, f. 31. desember 1934, d. 23. júní 2022.
5. Eiríkur Ingvi Sigurjónsson bifreiðastjóri í Keflavík, f. 17. ágúst 1937, d. 2. október 1978. Kona hans Sigrún Karlsdóttir.
6. Heiðrún Gréta Sigurjónsdóttir húsfreyja á Bakkafirði, f. 23. desember 1941. Barnsfaðir Sigurjón Jónsson. Fyrri maður Sigurður Einarsson. Sambýlismaður Guðmundur Vagnsson.

Heiðrún Gréta flutti til Eyja með foreldrum sínum 1952.
Hún eignaðist barn með Sigurjóni 1960.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Bakkafirði. Þau skildu.
Þau Guðmundur hófu sambúð, eignuðust eitt barn.

I. Barnsfaðir Heiðrúnar Grétu var Sigurjón Jónsson frá Mandal, f. 3. ágúst 1940, d. 15. janúar 1973.
Barn þeirra:
1. Ægir Sigurjónsson, f. 27. apríl 1960.

II. Maður Heiðrúnar Grétu, skildu, var Sigurður Einarsson, f. 19. maí 1938, d. 12. júní 2006. Foreldrar hans Einar Jónsson, f. 11. september 1887, d. 17. apríl 1967, og Kristbjörg Guðmundsdóttir, f. 3. nóvember 1898, d. 22. febrúar 1993.
Börn þeirra:
2. Einar Kristberg Sigurðsson, f. 11. september 1963.
3. Sigurjón Sigurðsson, f. 20. september 1965.

III. Sambúðarmaður Heiðrúnar Grétu var Guðmundur Vagnsson, sjómaður, verkamaður, f. 20. júlí 1927, d. 29. apríl 2019. Foreldrar hans Vagn Jónatan Jónsson, f. 26. júlí 1895, d. 4. júlí 1965, og Anna Jakobína Hallvarðsdóttir, f. 19. desember 1896, d. 2. desember 1990.
Barn þeirra:
4. Þröstur Guðmundsson, f. 4. nóvember 1977.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.