Kristín Magnúsdóttir (Urðavegi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 22:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 22:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Kristín Magnúsdóttir''' húsfreyja, starfsleiðbeinandi, skrifstofustjóri í Rvk fæddist 4. desember 1960 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar Dóróthea Einarsdóttir frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja, matráðskona, f. 10. febrúar 1940, d. 2. desember 2021, og Kristinn Sigurðsson, múrarameistari, f. 10. mars 1938, d. 5. mars 2021. Börn Dórótheu og Magnúsar:<br> 1....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Magnúsdóttir húsfreyja, starfsleiðbeinandi, skrifstofustjóri í Rvk fæddist 4. desember 1960 í Eyjum.
Foreldrar hennar Dóróthea Einarsdóttir frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja, matráðskona, f. 10. febrúar 1940, d. 2. desember 2021, og Kristinn Sigurðsson, múrarameistari, f. 10. mars 1938, d. 5. mars 2021.

Börn Dórótheu og Magnúsar:
1. Kristín Magnúsdóttir skrifstofustjóri, f. 4. desember 1960. Fyrrum maður hennar Stefán Marvin Pálsson. Maður hennar Sigurgeir Kári Ársælsson.
2. Sigurður Magnússon sölustjóri, f. 16. júní 1964. Kona hans Sigríður Hálfdánardóttir.
3. Einar Sveinn Magnússon rafvirki, f. 3. júní 1969. Kona hans Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir.

Kristín flutti með foreldrum sínum til Rvk í Gosinu 1973.
Hún varð stúdent í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1980, lærði vefnað og listmálun í Rogalandshusflidsskole í Stavangri, lauk námi 1984.
Kristín var starfsleiðbeinandi, síðar skrifstofustjóri hjá TBen.
Þau Stefán Marvin giftu sig 1986, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Sigurgeir Kári giftu sig 1997, eignuðust tvíbura.

I. Maður Kristínar, (27. desember 1986, skildu), er Stefán Marvin Jónsson, sjómaður, f. 17. nóvember 1958. Foreldrar hans Þorleifur Páll Marvinsson, bóndi á Sandfelli í Skagaf., og kona hans Guðrún Stefánsdóttir, f. 2. apríl 1926, d. 28. febrúar 1984.
Barn þeirra:
1. Magnús Stefánsson, þjónustufulltrúi hjá Brimborg, f. 20. ágúst 1988. Kona hans Sandra María Bergþórsdóttir.

II. Maður Kristínar, (5. júní 1997), er Sigurgeir Kári Ársælsson, f. 23. ágúst 1958. Foreldrar hans Ársæll Jóhannes Jónsson, starfsmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, knattspyrnudómari, f. 3. október 1928 á Öndverðarnesi, Snæf., d. 26. mars 2017, og kona hans Katrín Guðmundsdóttir, frá Súðavík, húsfreyja, f. 29. desember 1925, d. 29. apríl 2020.
III. Börn þeirra:
2. Theodór Sigurgeirsson, kennari, f. 5. febrúar 1997.
3. Kári Sigurgeirsson, kerfisstjóri, f. 5. febrúar 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.